Hefur áhyggjur af ofbeldi unglinga

Dís Gylfadóttir, guðfræðingur og stjórnarmaður í Hugarfari, ræddi við Kristínu Heiðu Kristinsdóttur blaðamann Morgunblaðsins um hópslangsmál og ofbeldi unglinga. Dís hlaut heilaskaða í bílslysi þegar hún var 19 ára.


Birtist í Mbl. 6. mars 2015.


 Dís Gylfadóttir (mbl.is/Rax)

 

Dís Gylfadóttir (mbl.is/Rax)

Um 500 manns hljóta heilaskaða á hverju ári á Íslandi, af þeim þurfa um 50-80 á sér­hæfðri end­ur­hæf­ingu að halda. Stór hluti þess hóps er ungt fólk. Dís Gylfa­dótt­ir lenti í bíl­slysi þegar hún var 19 ára og hlaut heilaskaða. Hún er ein þeirra heppnu sem hafa náð góðum bata. Hún hef­ur áhyggj­ur af hópslags­mál­um ung­linga því þeir geri sér ekki grein fyr­ir al­var­leg­um af­leiðing­um höfuðhögga.

„Ég mun pré­dika í guðsþjón­ustu í Ástjarn­ar­kirkju á sunnu­dag­inn og fjalla um or­sak­ir og af­leiðing­ar heilaskaða. Heilaskaði er fötl­un sem fengið hef­ur litla um­fjöll­un í sam­fé­lag­inu og því vant­ar mikið upp á skiln­ing al­menn­ings og stjórn­valda á mál­efn­inu,“ seg­ir Dís Gylfa­dótt­ir guðfræðing­ur, en hún lenti í bíl­slysi fyr­ir 12 árum, þegar hún var aðeins 19 ára, og hlaut við það mikla höfuðáverka og dreifðan heilaskaða. Hún lamaðist m.a. vinstra meg­in en náði full­um styrk að lok­um eft­ir mikla end­ur­hæf­ingu.

Guðrún Jóna Jóns­dótt­ir ásamt móður sinni, Barböru Ármanns­dótt­ur, í for­varn­ar­mynd­bandi. Guðrún hlaut heilaskaða eft­ir árás.

Dís er í stjórn Hug­ar­fars, fé­lags fólks með ákom­inn heilaskaða, aðstand­enda og áhuga­fólks um mál­efnið, en Hug­ar­far ætl­ar að vera með vit­und­ar­vakn­ing­ar­dag 18. mars, til vekja at­hygli á or­sök­um og af­leiðing­um heilaskaða.

„Hug­ar­far var stofnað árið 2007, af þeirri ein­földu ástæðu að það var mik­il þörf fyr­ir fé­lag til að styðja við ein­stak­linga með heilaskaða og aðstand­end­ur þeirra. Þetta er mik­ill fjöldi sem slasast á hverju ári. Helstu ástæður heilaskaða hjá börn­um og eldra fólki eru föll, en stærsti hóp­ur þeirra sem hljóta heilaskaða er ungt fólk sem slasast í bíl­slys­um eða verður fyr­ir of­beldi. Við heyr­um kannski frétt af ein­hverj­um sem varð fyr­ir árás og að sparkað hafi verið í höfuð hans, en svo heyr­um við ekk­ert meira og vit­um ekk­ert hvernig þess­um aðila farn­ast eft­ir slíka árás. Viðkom­andi er jafn­vel í end­ur­hæf­ingu á Grens­ás í heilt ár og nær sér kannski aldrei aft­ur. Svo ekki sé talað um alla þá sem deyja af völd­um heilaskaða.“

Heilaskaði Guðrún­ar eft­ir að hún varð fyr­ir árás

„Mér finnst svo hræðileg­ar þess­ar frétt­ir sem borist hafa ný­lega af ung­ling­um í hópslags­mál­um, skipu­lagt of­beldi sem er tekið upp á mynd­band og dreift. Þar eru þess­ir krakk­ar að berja hvert annað í höfuðið. Þau hafa ekki hug­mynd um hversu al­var­leg­ar af­leiðing­ar þetta get­ur haft. Við í Hug­ar­fari erum búin að senda öll­um grunn­skól­um á land­inu fræðslu­mynd­band sem ætlað er til for­varna og við mæl­umst til að það verði sýnt í ung­linga­deild­um skól­anna á vit­und­ar­vakn­ing­ar­deg­in­um. Í þessu mynd­bandi seg­ir fólk frá reynslu sinni, bæði þeir sem hafa fengið heilaskaða og aðstand­end­ur þeirra. Meðal ann­ars fáum við að heyra sögu mæðgna, þeirra Barböru Ármanns­dótt­ur og Guðrún­ar Jónu Jóns­dótt­ur, en Guðrún varð fyr­ir árás þriggja ung­lings­stúlkna þegar hún var 15 ára og hlaut mik­inn og var­an­leg­an heilaskaða. Einnig út­skýra lækn­ar ým­is­legt tengt heilaskaða í þessu mynd­bandi.“

Líka duld­ar af­leiðing­ar

Dís seg­ir að erfitt hafi verið fyr­ir sig að tak­ast á við ósýni­leg­ar af­leiðing­ar heilaskaðans sem hún hlaut fyr­ir 12 árum.

„Ég var breytt mann­eskja, ég réð ekki við skól­ann og mér fannst ég drag­ast aft­ur úr í vina­hópn­um. Ég las mjög hægt og ég var aðeins með fimm­tíu pró­sent sjón fyrst eft­ir slysið. En ég var hepp­in, því ég hef náð mér mjög vel. Það er ekki síst því að þakka hversu gott stuðningsnet ég hef í kring­um mig, for­eldr­ar og vin­ir hafa stutt mig áfram. Fram­heilaskaða fylg­ir skert inn­sæi í eig­in mál, maður sér ekki sjálf­ur hvað er að og skil­ur ekk­ert í því hvers vegna maður mæt­ir alls staðar hindr­un­um. Fólk fer til dæm­is aft­ur í skóla og held­ur að það ráði við það, en skil­ur ekki hvers vegna það ger­ir það ekki, fólk fer aft­ur í vinnu en ræður ekki við það, því bæði minn­is­leysi og fram­taksleysi er fylgi­fisk­ur heilaskaða. Af­leiðing­arn­ar eru oft duld­ar og sjást ekki utan á fólki.“

Dís seg­ir það baga­legt að eng­in end­ur­hæf­ingar­úr­ræði séu á Íslandi fyr­ir þá sem hjóta heilaskaða, aðeins bráðameðferð á Grens­ás, en eft­ir það taki ekk­ert við.

„Ekki hafa all­ir gott stuðningsnet í kring­um sig og þá þró­ast þetta oft ekki vel, al­gengt er að fólk missi vini sína eft­ir heilaskaða því per­sónu­leiki þess breyt­ist, og marg­ir lenda í óreglu. Okk­ar draum­ur í Hug­ar­fari er að koma á fót nokk­urs kon­ar starfs-end­ur­hæf­ingar­úr­ræði til að byggja fólk upp eft­ir heilaskaða, svo það nái að fóta sig aft­ur í líf­inu.“

For­varn­ar­mynd­band í skóla

Hug­ar­far, fé­lag fólks með ákom­inn heilaskaða, aðstand­enda og áhuga­fólks um mál­efnið, mun standa fyr­ir vit­und­ar­vakn­ing­ar­degi um ákom­inn heilaskaða miðviku­dag­inn 18. mars, til að vekja at­hygli á or­sök­um og af­leiðing­um heilaskaða.

Ákom­inn heilaskaði or­sak­ast oft­ast af ytri áverka sem er til­kom­inn vegna of­beld­is, slysa og falla. Af­leiðing­arn­ar reyn­ast oft dul­in fötl­un sem ekki sést utan á fólki en get­ur valdið því víðtæk­um vanda.

Stjórn Hug­ar­fars hef­ur sent öll­um grunn­skól­um lands­ins beiðni um að sýna í ung­linga­deild­um for­varn­ar­mynd­bandið Heilaskaði af völd­um of­beld­is. Vegna ný­legra frétta af skipu­lögðu of­beldi barna og ung­linga von­ast þau til að sem flest­ir skól­ar taki þátt í þessu.

Forvarnarmyndbandið má sjá hér og greinina má sjá á mbl.is hér (opnast í nýjum glugga).