Nýstofnað góðgerðarfélag sem er að undirbúa nýtt endurhæfingarúrræði fyrir fólk með hegðunarvanda eftir heilaskaða.

Heilabrot-Endurhæfing

Er nýstofnað góðgerðarfélag sem er að undirbúa nýtt endurhæfingarúrræði fyrir fólk með hegðunarvanda eftir heilaskaða. Hegðunarvandi er algengt vandamál eftir heilaskaða og getur birst sem óviðeigandi hegðun, skortur á framtakssemi, mótþrói, sjálfskaðandi hegðun og jafnvel ofbeldi. Hegðunarvandi hefur áhrif á alla þætti endurhæfingar og tefur eða kemur í veg fyrir endurkomu fólks í samfélagið. Fram til þessa hefur ekkert meðferðarúrræði verið í boði fyrir fólk í þessari stöðu hér á landi. Heilbrot stefnir á að bóða upp á atferlistengda endurhæfingarmeðferð (neurobehavioral rehabilitation) sem gefið hefur góða raun erlendis og gerir ráð fyrir að hefja starfsemi á næstu mánuðum. Klínísk stjórn meðferðarinnar verður í höndum Karls Fannars Gunnarssonar, yfirmanns atferlistengdrar endurhæfingarmeðferðar við West Park Healthcare Centre í Toronto, Dr. Zuilmu Gabrielu Sigurðardóttur, prófessors við Háskóla Íslands, Dr. Berglindar Sveinbjörnsdóttur, lektors við Háskólann í Reykjavík og Dr. Ellu Bjartar Teague, yfirsálfræðings hjá Reykjalundi.
Heilabrot gerir ráð fyrir að reka meðferðarsetur þar sem þrír til fimm einstaklingar dvelja allan sólarhringinn á meðan endurhæfingu þeirra stendur en endurhæfing getur tekið allt frá nokkrum mánuðum upp í nokkur ár. Starfsemin er enn í undirbúningi en ef fólk vill fá nánari upplýsingar um meðferðina getur það haft samband við talsmann félagsins Emil Harðarson með því að senda tölvupóst á emil@heilabrot.com

Hér er líka linkur á nýlega frétt hjá bbc um gagnsemi svona endurhæfingarmeðferðar.

https://www.bbc.com/news/stories-45679274

Byron Schofield með meðlimum af endurhæfingarteymi hans

Byron Schofield með meðlimum af endurhæfingarteymi hans